Almennar fréttir

18. september 2012

Til hamingju með nýjar snjóflóðavarnir!

Ósafl hefur nú lokið vinnu við gerð snjóflóðavarna í Bolungarvík.  Áfram mun þó verða haldið með uppgræðslu gróðurs í görðunum og frekari snyrtingu umhverfis varnargarðana.   Formleg vígsla þeirra er áformuð á næsta ári.

Ósafl hóf gerð Bolungarvíkurganga fyrir ríflega 5 árum og síðar bættist við vinna við snjóflóðavarnirnar.  Á þeim tíma hefur fjöldi Bolvíkinga ásamt öðrum Vestfirðingum starfað hjá fyrirtækinu og fjölmargir undirverktakar.  Þá hefur fyrirtækið átt í samstarfi við ýmsa þjónustuaðila af Vestfjörðum vegna afleiddra starfa í tengslum við verkefni Ósafls.  Það er því stór hópur fólks sem á þátt í gerð mannvirkjanna.

Ósafl vill nota tækifærið og þakka starfsfólki sínu, samstarfsfólki og öllum Bolvíkingum fyrir gott samstarf, góðar móttökur og mikinn velvilja í garð fyrirtækisins.

Starfsfólk  Ósafls

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn