Almennar fréttir

18. september 2012

Til hamingju með nýjar snjóflóðavarnir!

Ósafl hefur nú lokið vinnu við gerð snjóflóðavarna í Bolungarvík.  Áfram mun þó verða haldið með uppgræðslu gróðurs í görðunum og frekari snyrtingu umhverfis varnargarðana.   Formleg vígsla þeirra er áformuð á næsta ári.

Ósafl hóf gerð Bolungarvíkurganga fyrir ríflega 5 árum og síðar bættist við vinna við snjóflóðavarnirnar.  Á þeim tíma hefur fjöldi Bolvíkinga ásamt öðrum Vestfirðingum starfað hjá fyrirtækinu og fjölmargir undirverktakar.  Þá hefur fyrirtækið átt í samstarfi við ýmsa þjónustuaðila af Vestfjörðum vegna afleiddra starfa í tengslum við verkefni Ósafls.  Það er því stór hópur fólks sem á þátt í gerð mannvirkjanna.

Ósafl vill nota tækifærið og þakka starfsfólki sínu, samstarfsfólki og öllum Bolvíkingum fyrir gott samstarf, góðar móttökur og mikinn velvilja í garð fyrirtækisins.

Starfsfólk  Ósafls

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn