Almennar fréttir

18. september 2012

Til hamingju með nýjar snjóflóðavarnir!

Ósafl hefur nú lokið vinnu við gerð snjóflóðavarna í Bolungarvík.  Áfram mun þó verða haldið með uppgræðslu gróðurs í görðunum og frekari snyrtingu umhverfis varnargarðana.   Formleg vígsla þeirra er áformuð á næsta ári.

Ósafl hóf gerð Bolungarvíkurganga fyrir ríflega 5 árum og síðar bættist við vinna við snjóflóðavarnirnar.  Á þeim tíma hefur fjöldi Bolvíkinga ásamt öðrum Vestfirðingum starfað hjá fyrirtækinu og fjölmargir undirverktakar.  Þá hefur fyrirtækið átt í samstarfi við ýmsa þjónustuaðila af Vestfjörðum vegna afleiddra starfa í tengslum við verkefni Ósafls.  Það er því stór hópur fólks sem á þátt í gerð mannvirkjanna.

Ósafl vill nota tækifærið og þakka starfsfólki sínu, samstarfsfólki og öllum Bolvíkingum fyrir gott samstarf, góðar móttökur og mikinn velvilja í garð fyrirtækisins.

Starfsfólk  Ósafls

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn