Almennar fréttir

09. apríl 2008

Til hamingju!

Föstudaginn 26. október var formlega tekin í notkun nýr og glæsilegur fjórtán hæða turn sem er viðbygging við Grand Hótel Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar óska eigendum og starfsfólki til hamingju með fallega byggingu, með þakklæti fyrir samstarfið.

Þann 23. september 2005 var fyrsta skóflustunga tekin og hófust framkvæmdir þegar í stað. Byggingin er rúmlega 14.000 fermetrar á fjórtán hæðum og samanstendur af kjallara, 12 heilum hæðum, inndreginni hæð og hæð sem skilur húsin í tvær einingar. Byggingin er háreist og tignarleg og hýsir turninn 209 rúmgóð herbergi auk þess sem gerður var nýr aðalinngangur, gestamóttaka sem tengist yfirbyggðum innigarði og þjónusturými í kjallara og á fyrstu hæð.

Eldri hluti hótelsins er rúmlega 8.000 fermetrar og með viðbyggingunni er heildarflatarmál byggingarinnar því orðið rúmlega 22.000 fermetrar og herbergin 314 talsins.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn