Almennar fréttir

18. desember 2014

Til viðskiptavina ÍAV þjónustu ehf.

Kæri viðskiptavinur,

Frá og með 1. janúar 2015 verður ÍAV þjónusta ehf. kt. 651005-0430 sameinuð Íslenskum aðalverktökum hf. (ÍAV hf.) kt. 660169-2379.  Sameiningin markar lok þeirrar endurskipulagningar sem ÍAV samstæðan hefur gengið í gegnum á árinu.

Allar skuldbindingar ÍAV þjónustu ehf. flytjast að fullu til ÍAV hf. og þar með talið allir starfsmenn og allar útistandandi viðskiptakröfur og viðskiptaskuldir.  Öll viðskiptakjör viðskiptavina ÍAV þjónustu ehf. flytjast óbreytt yfir til ÍAV hf.

Verkefni og samningar sem ÍAV þjónusta ehf  hefur sinnt fyrir viðskiptavini sína munu falla undir umsjón Þjónustusviðs ÍAV og verða þau áfram undir stjórn Guðmundar Péturssonar og hans starfsmanna.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessar breytingar, hikið þá ekki við að hafa samband við undirritaða með tölvupósti eða í síma.

Þóroddur Ottesen thoa@iav.is  530 4230
Framkvæmdastjóri fjármála

Guðmundur Pétursson gummip@iav.is 617 8900
Verkefnastjóri þjónustu

Með þökk fyrir viðskiptin á árinu og ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Karl Þráinsson
forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf. 

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn