Almennar fréttir

16. apríl 2013

Tilboði ÍAV og Marti tekið í Solbakk jarðgöngin

Vegagerð Noregs (Statens vegvesen) hefur staðfest að sameiginlegu tilboði ÍAV og Marti, í Solbakk jarðgöngin verði tekið. Samkvæmt norskum reglum hefst kærufrestur frá og með deginum í dag en aðrir bjóðendur í verkið hafa frest fram til 28. apríl til að mótmæla ákvörðun Vegagerðarinnar.

Verkið snýst um framkvæmd við fyrsta áfanga af þremur við Solbakk jarðgöngin sem liggja undir sjó rétt við Stavanger. Solbakk jarðgöngin verða lengstu jarðgöng undir sjó í heiminum fyrir bílaumferð en heildarlengd fullbyggðra ganga verða 14 km. Framkvæmdir í þessum fyrsta áfanga gera ráð fyrir tveimur samhliða göngum sem verða 8 km að lengd. Alls buðu átta aðilar í verkið og hljóðaði tilboð ÍAV og Marti upp á NKR 1.312.631.310.- án vsk.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við göngin muni hefjast síðsumars og er verktími þessa áfanga fram á mitt ár 2018.

 

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn