Almennar fréttir

29. september 2011

Tilkynning frá ÍAV hf.

Enn á ný neyðist ÍAV til að fækka starfsfólki vegna verkefnaskorts og fyrirsjáanlegs áframhaldandi samdráttar í verklegum framkvæmdum á Íslandi á komandi vetri. Með uppsögnunum hjá ÍAV nú í september missa 40 starfsmenn störf sín auk þess sem samið hefur verið um skert starfshlutfall við nokkra starfsmenn.

Um er að ræða sérlega vel hæft og öflugt starfsfólk með gríðarlega þekkingu og reynslu en við núverandi aðstæður á verktakamarkaði verður ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum. Framboð nýrra verkefna er nánast ekkert og ekki er útlit fyrir breytingu á því á næstu mánuðum þó svo tækifærin séu vissulega til staðar.

Allt frá árinu 2008 hefur verið mikill samdráttur í framkvæmdum á Íslandi og er samdrátturinn nú orðinn yfir 60%.Yfir 8000 manns sem unnu við verktakastarfsemi og mannvirkjagerð hafa misst vinnuna og orðið að leita í störf erlendis eða á atvinnuleysisbætur.Þar að auki hefur dregið úr starfshlutfalli fjölmargra annarra.Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um fjárfestingar og nýjar framkvæmdir sýna tölur Hagstofunnar að enn er að dragast saman í verktakastarfsemi og mannvirkjagerð.

Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins ræðst af þeim verkefnum sem félagið er að vinna að hverju sinni og stöðugt þarf að endurskoða starfsmannafjölda með tilliti til verkefna sem liggja fyrir. Stjórnendur og tæknimenn ÍAV hafa lagt í mikla vinnu við að reyna að afla félaginu nýrra verkefna. Þessi vinna heldur að sjálfsögðu áfram og er enn haldið í vonina um að nýrra verkefna verði aflað á næstu mánuðum þannig að hægt verði að draga uppsagnir til baka.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn