Almennar fréttir

24. janúar 2011

Tilkynning vegna hópuppsagna

Komið hafa til framkvæmda hópuppsagnir hjá ÍAV hf. sem nauðsynlegar voru vegna fyrirsjáanlegs verkefnaskorts í framhaldi af verklokum við byggingu Tónlistarhússins Hörpu. Breytingum á verkefnastöðu og óvissa um framboð nýrra verkefna fylgja óhjákvæmilega breytingar á mannaflaþörf en eins og gefur að skilja ræðst mannaflaþörf fyrirtækja í verktakastarfsemi af verkefnastöðu á hverjum tíma.

Stjórnendur ÍAV harma að grípa þurfi til uppsagna, en að teknu tilliti til minnkandi verkefna framundan og að tafir hafa orðið á útboðum nýrra framkvæmda er óumflýjanlegt að grípa til uppsagna.

Í öllum tilfellum er verið að segja upp mjög hæfu og frambærilegu starfsfólki sem margt hvert hefur unnið hjá félaginu í mörg ár og jafnvel áratugi. Uppsagnarfrestur starfsmannanna er 3-6 mánuðir en enn er vonast eftir því hægt verði að afla félaginu nýrra verkefna svo hægt sé að draga uppsagnirnar eða hluta þeirra til baka.

Alls fengu 129 starfsmenn uppsögn nú um mánaðarmótin en þess utan höfðu 24 starfsmenn tímabundna ráðningasamninga sem fljótlega renna út.  Einnig hafði verið gengið frá starfslokum við 30 starfsmenn sem munu hætta störfum á komandi mánuðum. Alls er því um að ræða að 183 starfsmenn ÍAV munu hætta störfum nú í vor. Fjöldi starfsmanna sem eftir verður er um 200.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn