Almennar fréttir

05. janúar 2009

Tímabundin frestun á vinnu við byggingu Tónlistarhúss

Allra síðustu mánuði hafa staðið yfir viðræður við Austurhöfn TR, sem er samstarfsvettvangur ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar og reksturs Tónlistarhúss, um kaup Austurhafnar á Eignarhaldsfélaginu Portusi sem er aðili að verksamningi við ÍAV um byggingu Tónlistarhússins. Ekki hefur enn tekist að ljúka þessum viðræðum, en þær eru flóknar og snerta m.a. ríkið, Reykjavíkurborg, Gamla Landsbankann, Nýja Landsbankann auk ÍAV.

ÍAV hafa tekið þátt í þessum viðræðum að hluta til og sýnt mikinn skilning og þolinmæði. ÍAV hafa ekki fengið greitt fyrir vinnu við byggingu hússins í þrjá mánuði og neyðist því til að fresta framkvæmdum sem hefjast áttu í dag, 5. janúar, að afloknu jólaleyfi starfsmanna meðan samningum hefur ekki verið lokið.

Á verkstað hafa unnið á þriðja hundrað starfsmenn ÍAV og undirverktaka auk þess sem fjöldi undirverkaka hefur unnið að verkinu víðar. Starfsmenn ÍAV munu tímabundið flytjast í önnur verkefni félagsins. ÍAV vonast til þess að framkvæmdir geti hafist á ný á næstu dögum.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnis, sigurdur@iav.is, gsm 693 4282.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn