Almennar fréttir

19. apríl 2007

Tónlistarhúsið – Stærsti steypudagur Íslandssögunnar

Ein stærsta steypa Íslandssögunnar hófst eldsnemma að morgni sumardagsins fyrsta, þegar steypubílar BM – Vallár byrjuðu að losa fyrstu rúmmetrana af steypu í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins við austurhöfnina í Reykjavík.

Steyptur var stærsti hluti botnplötunnar en í þennan áfanga fóru um 2.300 rúmmetrar eða um 5.700 tonn, sem jafngildir steypu í um 120 einbýlishús. Í verkið þurfti nærri 300 farma fulllestaðra 8 rúmmetra steypubíla og kláraðist það ellefu klukkustundum.

ÍAV eru með mörg stórverkefni í framkvæmd, langstærsta verkefnið er þó Austurhafnarverkefnið svokallaða á um 60.000 fermetra svæði sem teygir sig frá Ingólfsgarði að Lækjartorgi. Byggingamagn svæðisins alls er um 200 þúsund fermetrar en tónlistar- og ráðstefnuhúsið sjálft er um 24 þúsund fermetrar.

Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu frá því síðastliðið sumar. Fyrstu framkvæmdir fólu í sér færslu lagna og niðursetningu fráveitu- og aðveitulagna. Þá hófst niðurbrot Faxaskála síðastliðið haust og jafnframt gröftur fyrir grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins. Skila á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í desember 2009.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn