Almennar fréttir

19. apríl 2007

Tónlistarhúsið – Stærsti steypudagur Íslandssögunnar

Ein stærsta steypa Íslandssögunnar hófst eldsnemma að morgni sumardagsins fyrsta, þegar steypubílar BM – Vallár byrjuðu að losa fyrstu rúmmetrana af steypu í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins við austurhöfnina í Reykjavík.

Steyptur var stærsti hluti botnplötunnar en í þennan áfanga fóru um 2.300 rúmmetrar eða um 5.700 tonn, sem jafngildir steypu í um 120 einbýlishús. Í verkið þurfti nærri 300 farma fulllestaðra 8 rúmmetra steypubíla og kláraðist það ellefu klukkustundum.

ÍAV eru með mörg stórverkefni í framkvæmd, langstærsta verkefnið er þó Austurhafnarverkefnið svokallaða á um 60.000 fermetra svæði sem teygir sig frá Ingólfsgarði að Lækjartorgi. Byggingamagn svæðisins alls er um 200 þúsund fermetrar en tónlistar- og ráðstefnuhúsið sjálft er um 24 þúsund fermetrar.

Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu frá því síðastliðið sumar. Fyrstu framkvæmdir fólu í sér færslu lagna og niðursetningu fráveitu- og aðveitulagna. Þá hófst niðurbrot Faxaskála síðastliðið haust og jafnframt gröftur fyrir grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins. Skila á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í desember 2009.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn