Almennar fréttir

11. mars 2004

Umfangsmikil uppbygging hafin

ÍAV hefja mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Austurlandi
Miðvikudaginn 10. mars var hafist handa við byggingu á einbýlishúsi við Vallargerði 17 á Reyðarfirði á vegum ÍAV. Húsið er það fyrsta sem mun rísa á Austurlandi á vegum fyrirtækisins. Samið var við Bragasyni ehf í Fjarðabyggð um að grafa grunninn. Gert er ráð fyrir að húsið rísi í apríl og verði tilbúið í júní n.k. Alls hafa ÍAV fengið úthlutað lóð undir 151 íbúð í svokölluðu Bakkagerði á Reyðarfirði. ÍAV hafa í samvinnu við Fjarðabyggð gert breytingar á skipulagi sem fyrir lá af hverfinu með það í huga að þétta þá byggð sem fyrir er og auka fjölbreytileika í íbúðagerðum. Í Bakkagerði verða samkvæmt gildandi skipulagi 55 einbýlishús, 44 íbúðir í rað- og parhúsum og 52 íbúðir í fjölbýlishúsum. Fjölbýlishúsin verða lágreist, 2-3 hæðir með 5 til 16 íbúðum.

Á Egilsstöðum hafa ÍAV fengið úthlutað lóðum fyrir 123 íbúðir í Votahvammi. ÍAV hafa látið deiliskipuleggja skjólgott og fjölbreytt íbúðahverfi milli núverandi byggðar og Eyvindarár. Skipulag svæðisins samanstendur af fimm húsaþyrpingum og tólf stakstæðum lóðum. Þyrpingarnar mynda sameiginlegt miðjurými, með leik- og útivistarsvæði og í hverri þyrpingu eru sameiginleg bílastæði. Eyvindaráin rennur í norðurjaðri Votahvamms og verður suðurbakki árinnar styrktur og endurgerður og svæðið meðfram ánni nýtt til útivistar. Göngustígar verða lagðir um svæðið sem tengjast göngustígum í núverandi íbúðabyggð. Eitt leiksvæði verður á skipulagssvæðinu og verður það tengt lóðunum umhverfis með göngustígum. Deiliskipulagið hefur verið auglýst og má reikna með að framkvæmdir geti hafist um mitt ár. Á svæðinu verða 10 einbýlishús, 41 íbúð í rað- og parhúsum og 72 íbúðir í fjölbýlishúsum. Fjölbýlishúsin verða þriggja hæða með 12 íbúðum hvert.

ÍAV gerir ráð fyrir að nota austfirska iðnaðarmenn við uppbygginguna að svo miklu leiti sem mögulegt er.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn