Almennar fréttir

17. janúar 2015

Umfjöllun um framkvæmd ÍAV á mbl.is

Nýtt fang­elsi á Hólms­heiði er farið að taka á sig mynd en bygg­ing­in á að vera til­bú­in í lok árs. Við bygg­ingu á nýju fang­elsi þarf að huga að ýmsu sem er gert með ólík­um hætti en í öðrum bygg­ing­um en þetta er fyrsta húsið sem er byggt sér­stak­lega í þess­um til­gangi frá því á síðari hluta 19. ald­ar.

Fang­elsið verður gæslu­v­arðhalds- og mót­tökufang­elsi með deild fyr­ir kven­fanga og aðstöðu fyr­ir afplán­un til skemmri tíma. mbl.is kíkti á aðstæður á Hólms­heiðinni og fékk að kynn­ast því hvað þarf að hafa í huga við bygg­ingu á fang­elsi.

Hér má sjá frétt mbl.is um framkvæmdina.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn