Almennar fréttir

23. desember 2013

Umhverfislistaverkið Þúfa

Umhverfislistaverkið Þúfa eftir Ólöfu Nordal var formlega vígt 21. desember 2013 að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og fjölda gesta.

Þúfa stendur við vestanverða innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn. Gegnt Hörpu er grasi vaxinn hóll með steinþrepum sem leiða upp á topp hans.

Þar er lítill fiskhjallur en gert er ráð fyrir að í honum verði þurrkaður hákarl og annar fiskur.

Hóllinn er 26 metrar í þvermál og 8 metra hár.

Í verkið fóru um 2400 rúmmetrar af jarðefni og efnismagnið vegur um 4.500 tonn.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn