Almennar fréttir

20. júlí 2013

Undirbúningsframkvæmdir við Solbak

Nokkrir starfsmenn frá ÍAV og Marti, ásamt starfsmönnum sem ráðnir hafa verið til Marti IAV Solbak DA, hafa verið í Noregi um skeið og unnið þar við aðstöðusköpun. Vinnusvæðið er í bænum Tau sem liggur næst verkstað. Fyrstu starfsmenn frá Tucon, sem sjá um jarðgangagröftinn, koma til vinnu þann 29.júlí.

Vinnubúðirnar eru reistar í bænum Tau á lóð fyrirtækis sem heitir Comrod. Bærinn
Tau hefur haft reglubundnar ferjusiglingar (á 30 mín. fresti yfir daginn) til Stavanger
en ferjusamgöngurnar leggjast af þegar göngin verða opnuð.
Til að byrja með verða reistar vinnubúðir fyrir 88 manns.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn