Almennar fréttir

21. mars 2006

Undirbúningsframkvæmdir við tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð hafnar

ÍAV hafa hafið undirbúningsframkvæmdir við tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Reykjavíkurhöfn.Samningur milli ÍAV og Reykjavíkurborgar miðar að því að gera lóð TRH og aðliggjandi lóðir byggingarhæfar. Samningurinn er tvískiptur. Annars vegar tekur IAV tekur að sér á föstu verði ákveðna verkþætti sem eru tæknilega séð óaðskiljanlegir frá byggingu TRH og bílageymsluhús og hins vegar taka ÍAV að sér að stýra öðrum framkvæmdum á svæðinu fyrir hönd Reykjavíkurborgar og munu ÍAV og Reykjavíkurborg bjóða sameiginlega út þá verkþætti. Fastverðssamningurinn hljóðar upp á um 519 milljónir og kostnaðaráætlun fyrir þá verkþætti sem boðnir verða út hljóðar upp á um 781 milljón. Heildar samningsupphæð er því um 1300 milljónir.

Inni í fastverðsamningi er landfylling í Austurbugt, gerð brúar á Geirsgötu yfir fyrirhugaða göngugötu, öll hönnun, aðstaða og rekstur vinnustaðar fyrir verkið allt og viðbótarkostnaður sem fellur byggingu bílgeymsluhúss vegna legu Geirsgötu yfir húsið.

Aðrir verkþættir verða boðnir út og er þar um að ræða rif mannvirkja svo sem Faxaskála, Brokeyjarhúsa og brúar við Tollstöð, færsla stofnlagna á svæðinu, gerð gatna og hjáleiða meðan á framkvæmdum stendur. Verkið er hafið og gert er ráð fyrir að því verði að mestu lokið upp úr miðju ári 2007. Endanleg verklok verða þó ekki fyrr en að byggingu TRH lokinni.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn