Almennar fréttir

22. september 2011

Undirritun á samningi við Landsvirkjun

Í gær var skrifað undir samning við Landsvirkjun um þrýstivatnspípur fyrir Búðarhálsvirkjun.

Verkið er hluti af heildarverki Landsvirkjunar við Búðarhálsvirkjun og nefndist í útboði „BUD - 33A“. Verkið felur í sér byggingu og uppsetningu á tveimur þrýstivatnspípum sem hvor um sig er 5,8 metrar í þvermál og um 50 metrar að lengd.

Verkið verður að mestu leyti unnið af undirverktökum í stálsmíði undir stjórn starfsmanna ÍAV. Verktími er áætlaður frá september í ár og fram til ágúst 2013. Fjöldi starfsmanna við verkhlutann eru 15 -20 manns.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn