Almennar fréttir

01. maí 2017

Undirritun samnings um byggingu íbúða í 201 Smára.

Þann 29. apríl undirrituðu ÍAV og Smárabyggð samning um byggingu 57 íbúða auk bílageymslu í 201 Smára.

Framkvæmdir hefjast í byrjun maí og verður lokið í desember 2018.

Hafsteinn Jónsson og Hjálmar Örn Guðmarsson verða verkefnisstjórar og Arnbergur Þorvaldsson verður byggingastjóri.

Samningsaðilar stefna að hefja framkvæmdir á næsta reit A02 með um 65 íbúðum síðar í sumar.

Á myndinni eru Sigurður Ragnarsson og Ingvi Jónason.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn