Almennar fréttir

27. júní 2008

Undirritun verksamnings um snjóflóðavarnir í Bolungarvík

Verksamningur um byggingu snjóflóðavarna í Traðarhyrnu var undirritaður í ráðhúsi Bolungarvíkur 24. júní síðast liðinn. Það voru Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs fyrir hönd Ósafls og Elías Jónatansson bæjarstjóri Bolungarvíkur sem undirrituðu samninginn. Tilboð Ósafls eru tæpar 567 milljónir en upprunaleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 727 milljónum. Varnagarðurinn er búin að vera í 10 ár í undirbúningi en árið 1998 hófust frumathuganir.

Varnagarðurinn verður reistur í Traðarhyrnu og á hann að verja íbúabyggðir undir Traðahyrnu og Ytragili.  Í verkinu felst að reisa varnargarð sem á að vera 18-22 metra hár og 700 metra langur. Auk þess verða átta ellefu metra háar keilur ofar  í fjallinu.
Samanlagt verður framkvæmdasvæðið um 10 hektarar. Áætlað er að um 400.000 m3 af fyllingarefni fari í verkið sem mun fást úr næsta nágrenni.

Varnagarðurinn var hannaður af Línuhönnun og Landmótun. Leitast var eftir í hönnuninni að fella varnagarðinn inn í sitt nánasta umhverfi. Framkvæmdir hefjast í sumar og lýkur árið 2010.
 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn