Almennar fréttir

27. júní 2008

Undirritun verksamnings um snjóflóðavarnir í Bolungarvík

Verksamningur um byggingu snjóflóðavarna í Traðarhyrnu var undirritaður í ráðhúsi Bolungarvíkur 24. júní síðast liðinn. Það voru Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs fyrir hönd Ósafls og Elías Jónatansson bæjarstjóri Bolungarvíkur sem undirrituðu samninginn. Tilboð Ósafls eru tæpar 567 milljónir en upprunaleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 727 milljónum. Varnagarðurinn er búin að vera í 10 ár í undirbúningi en árið 1998 hófust frumathuganir.

Varnagarðurinn verður reistur í Traðarhyrnu og á hann að verja íbúabyggðir undir Traðahyrnu og Ytragili.  Í verkinu felst að reisa varnargarð sem á að vera 18-22 metra hár og 700 metra langur. Auk þess verða átta ellefu metra háar keilur ofar  í fjallinu.
Samanlagt verður framkvæmdasvæðið um 10 hektarar. Áætlað er að um 400.000 m3 af fyllingarefni fari í verkið sem mun fást úr næsta nágrenni.

Varnagarðurinn var hannaður af Línuhönnun og Landmótun. Leitast var eftir í hönnuninni að fella varnagarðinn inn í sitt nánasta umhverfi. Framkvæmdir hefjast í sumar og lýkur árið 2010.
 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn