Almennar fréttir

14. janúar 2019

Vaðlaheiðargöng formlega opnuð

Laugardaginn 12. janúar voru Vaðlaheiðargöng formlega tekin til notkunar og liggur nú þjóðvegur 1 um göngin.

Margt var um manninn og mikil dagskrá í boði fyrir þá sem vildu líta mannvirkið augum.

Eins og flestir vita hefur ýmislegt gengið á í verkinu og ágætis samantekt á framgangi verksins má finna hér frétt RÚV

Stefnt er að því að loka vinnustaðnum við göngin nú í lok mánaðar. Frágangur á vinnusvæði ásamt fyllingum yfir vegskála í Fnjóskadal mun bíða vors en líklegt er að samið verði við undirverktaka um lúkningu þess sem eftir er í ljósi góðrar verkstöðu ÍAV sunnan heiða.

Ljóst er að mikill fjöldi fólks hefur komið að framkvæmdinni og ómetanlegt hversu mikið fólk var tilbúið að leggja á sig þegar mest á reyndi og aðstæður voru sem erfiðastar.

Um mikla samgöngubót er að ræða fyrir norðlendinga sem og landsmenn alla. Við höfum kynnst því, á nú að verða 6 árum, hversu varhugavert Víkurskarð getur verið og hverskonar farartálmi skarðið er á vetrum.

Við erum stolt af þrautseigju okkar fólks og lúkningu þessa stóra verkefnis.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn