Almennar fréttir

14. janúar 2019

Vaðlaheiðargöng formlega opnuð

Laugardaginn 12. janúar voru Vaðlaheiðargöng formlega tekin til notkunar og liggur nú þjóðvegur 1 um göngin.

Margt var um manninn og mikil dagskrá í boði fyrir þá sem vildu líta mannvirkið augum.

Eins og flestir vita hefur ýmislegt gengið á í verkinu og ágætis samantekt á framgangi verksins má finna hér frétt RÚV

Stefnt er að því að loka vinnustaðnum við göngin nú í lok mánaðar. Frágangur á vinnusvæði ásamt fyllingum yfir vegskála í Fnjóskadal mun bíða vors en líklegt er að samið verði við undirverktaka um lúkningu þess sem eftir er í ljósi góðrar verkstöðu ÍAV sunnan heiða.

Ljóst er að mikill fjöldi fólks hefur komið að framkvæmdinni og ómetanlegt hversu mikið fólk var tilbúið að leggja á sig þegar mest á reyndi og aðstæður voru sem erfiðastar.

Um mikla samgöngubót er að ræða fyrir norðlendinga sem og landsmenn alla. Við höfum kynnst því, á nú að verða 6 árum, hversu varhugavert Víkurskarð getur verið og hverskonar farartálmi skarðið er á vetrum.

Við erum stolt af þrautseigju okkar fólks og lúkningu þessa stóra verkefnis.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn