Almennar fréttir

27. ágúst 2008

Vel gengur með Bolungarvíkurgöng

Ósafl hefur í sumar verið að grafa frá bergi við fyrirhugaða jarðgangamunna.  Framkvæmdum miðar vel, en á svæðinu eru nú um 30 manns og fer fjölgandi á næstu vikum. Búið er að hreinsa allt laust efni frá borstafninum Bolungarvíkurmegin og Hnífsdalsmegin. Formleg sprengivinna hefst um mánaðamótin.

Unnið verður frá báðum endum, þ.e. frá Fremri-Ós í Syðridal í Bolungarvík og við Skarfasker í Hnífsdal. Gríðarlegt efni fellur til við gangagerðina. Það koma um 317.000 rúmmetrar af sprengigrjóti úr göngunum sjálfum sem nýtt verður í vegagerð. Síðan verður miklu efni rutt frá gangamunnum beggja vegna. Þegar er búið að ryðja niður úr fjallinu fyrir ofan Skarfasker við Hnífsdal um 150.000 rúmmetrum af efni sem sett var í uppfyllingu á nýjum vegi sem lagður er fram í sjó inn með Hnífsdalsvíkinni og fyrir framan þorpið í Hnífsdal. BM Vallá er að setja upp steypustöð í Bolungarvík vegna framkvæmdanna og mun hún framleiða steypu í vegskála við báða gangamunna og steypu í brýr.

Göngin verða 8 metra breið og 5,1 kílómetri að lengd. Byggðir 310 metra langir steinsteyptir vegskálar samtals. Auk þess verða lagðir samtals 3,7 kílómetrar af vegum beggja vegna ganganna og byggð verður ný 8 metra löng brú yfir Hnífsdalsá og 32 metra löng brú yfir Ósá í Bolungarvík.Verkinu á að vera að fullu lokið 15. júlí árið 2010.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn