Almennar fréttir

27. ágúst 2008

Vel gengur með Bolungarvíkurgöng

Ósafl hefur í sumar verið að grafa frá bergi við fyrirhugaða jarðgangamunna.  Framkvæmdum miðar vel, en á svæðinu eru nú um 30 manns og fer fjölgandi á næstu vikum. Búið er að hreinsa allt laust efni frá borstafninum Bolungarvíkurmegin og Hnífsdalsmegin. Formleg sprengivinna hefst um mánaðamótin.

Unnið verður frá báðum endum, þ.e. frá Fremri-Ós í Syðridal í Bolungarvík og við Skarfasker í Hnífsdal. Gríðarlegt efni fellur til við gangagerðina. Það koma um 317.000 rúmmetrar af sprengigrjóti úr göngunum sjálfum sem nýtt verður í vegagerð. Síðan verður miklu efni rutt frá gangamunnum beggja vegna. Þegar er búið að ryðja niður úr fjallinu fyrir ofan Skarfasker við Hnífsdal um 150.000 rúmmetrum af efni sem sett var í uppfyllingu á nýjum vegi sem lagður er fram í sjó inn með Hnífsdalsvíkinni og fyrir framan þorpið í Hnífsdal. BM Vallá er að setja upp steypustöð í Bolungarvík vegna framkvæmdanna og mun hún framleiða steypu í vegskála við báða gangamunna og steypu í brýr.

Göngin verða 8 metra breið og 5,1 kílómetri að lengd. Byggðir 310 metra langir steinsteyptir vegskálar samtals. Auk þess verða lagðir samtals 3,7 kílómetrar af vegum beggja vegna ganganna og byggð verður ný 8 metra löng brú yfir Hnífsdalsá og 32 metra löng brú yfir Ósá í Bolungarvík.Verkinu á að vera að fullu lokið 15. júlí árið 2010.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn