Almennar fréttir

17. október 2008

Vélsmiðja á Reyðarfirði

Í nóvember 2007 hófu Íslenskir aðalverktakar vinnu við rúmlega 4.000 fermetra stálgrindarhús að grunnfleti að Hrauni 5 í Reyðarfirði.  Húsið skiptist í 1340 fermetra kerverkstæði, rafmagnsverkstæði sem er um 320 fermetrar, vélaverkstæði sem er um 1060 fermetrar, renniverkstæði sem er um 670 fermetrar, verslun sem er um 200 fermetrar, dauðhreinsiherbergi sem eru 50 fermetrar og kaffi og matsalur sem er 430 fermetrar. Til viðbótar er 430 fermetra skrifstofurými á annarri hæð. Vegghæð hússins er 12 metrar og hæsta mænishæð er 18 metrar.

Vélaverkstæðið var tekið í notkun í mars 2008 en verklok voru í ágúst 2008. Verkkaupi er Vélsmiðja Hjalta Einarssonar í Hafnarfirði og nota þeir húsið til vinnu vegna þjónustusamnings við Alcoa á Reyðarfirði.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn