Almennar fréttir

13. desember 2007

Vélsmiðja reist á Reyðarfirði

Nýverið hófu Íslenskir aðalverktakar vinnu við byggingu rúmlega 4000 fermetra stálgrindarhúss að Hrauni 5 í Reyðarfirði.

Húsið skiptist meðal annars í kerverkstæði, rafmagnsverkstæði, vélaverkstæði, renniverkstæði, verslun og matsal. Til viðbótar er 430 fermetra skrifstofurými á annarri hæð. Burðarvirki hússins verður úr stáli og læstar samlokueiningar í þaki og samlokueiningar í veggjum. Gólf og sökklar verða steypt.

VGK-Hönnun sjá um burðarþols- , lagna- og arkitektahönnun hússins ásamt því að vinna að deiliskipulagi á lóðinni. Skila á þeim hluta hússins sem tilheyrir vélaverkstæði tilbúnu til notkunar 1. mars 2008 en verklok eru 15. júlí 2008. Verkkaupi er Vélsmiðja Hjalta Einarssonar í Hafnarfirði og munu þeir nota húsið til vinnu vegna þjónustusamnings við Alcoa á Reyðarfirði.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn