Almennar fréttir

21. júní 2018

Verkstaða á Móavegi 2-12

Í framhaldi af undirritun verksamnings um uppbyggingu á almennum leiguíbúðum á Móavegi 2-12 fyrir  Bjarg íbúðafélag hses. þann 16. febrúar síðastliðinn, er undirbúningi framkvæmdar á verkstað lokið. 

Tímamót urðu í verkinu í gær, þann 20. júní 2018, þegar fleygvinnu með stórvirkri beltagröfum lauk og hefur beltavélin verið flutt í annað verkefni. 

Nágrannar framkvæmdarinnar á Móavegi eiga þó eftir að sjá hjólagröfur á vegum ÍAV vinna á svæðinu fram eftir ári við að fylla að og slétta í kringum nýbyggingar, eftir því sem þær rísa úr jörðu.

Framkvæmdum á vegum Veitna við færslur á stofnhitavatnslögnum nærliggjandi íbúðahverfa í sunnanverðum reitnum (sunnan við göngustíginn sem nú er búið að moka í burtu) miðar einnig áfram.

Búið er að grafa fyrir bílakjallara sem kemur á miðjan byggingareitinn og farið er að móta fyrir útveggjum kjallarans.

Í dag, þann 21. júní 2018, er búið að steypa úthring og 1. hæðar á Móavegi 12 og um helming milliveggja jarðhæðar.  Þá er búið steypa 50% steyptra milliveggja á 1. hæð. 

Móavegur 12 er fyrsta blokkin, með tuttugu íbúðum, sem afhent verður fullbúin til Bjargs í júní 2019.

Búið er að steypa upp alla 1. hæð á Móavegi 10, sem er 39 íbúða blokk, byggð í vinkil. 

Búið er að steypa gólfplötu 2. hæðar í suðurálmu og byrjað er að stilla upp mótum fyrir útveggi 2. hæðar í sömu álmu.  Unnið er að undirbúningi fyrir steypu á gólfplötu 2. hæðar í vesturálmu.

Móavegur 10 verður önnur blokkin sem afhent verður fullbúin til Bjargs í september 2019.

Unnið er eftir þeirri áætlun að ljúka við undirstöður og fyllingu að grunnum allra bygginga fyrir fyrstu frost í haust.

Í dag starfa um 30 manns á svæðinu á degi hverjum.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn