Almennar fréttir

30. maí 2018

Verkstaða við stækkun Búrfellsvirkjunar

Nú er lokið um 85% af öllum framkvæmdum við stækkun Búrfells virkjunar.  Lokið er við alla vatnsvegi.  Aðkomuskurður var lokið í lok apríl og við fráveituskurð var lokið við í byrjun maí. 

Uppsteypu verður að mestu lokið nú í lok maí, eftir eru stoðveggir og plön.  Í vetur hefur verið unnið af  fullum krafti við lagnakerfi og er sú vinna langt komið svo og frágangsvinna innanhúss.  Mest er vinna í stöðvarhúsinu þessa daganna auk frágangsvinnu í jarðvinnu. 

Mánudaginn 28. maí hófst prófun á vélbúnaði virkjunarinnar.  Vinna við burðarlög vega er að hefjast.  Efnisframleiðsla á burðarlagsefnum hófst nú í maí.  Unnið er við frágang á verksvæðinu.  Þegar flest var unnu um 130-140 manns á okkar vegum. 

Í dag vinna um 80 manns að staðaldri við verkefnið og fer fækkandi og byrjað er að skila búnaði.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn