Almennar fréttir

14. júní 2018

Verkstaða við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að 201 Smára

Eins og er hefur verið samið um tvo reiti, A01 og A02, á svæðinu sem hefur hlotið heitið 201 Smári. Svæðið skiptist í 10 minni undirsvæði sem hvert um sig mun hýsa íbúðarhúsnæði sem munu að heild búa yfir rúmlega 650 íbúðum.

A01, eða Sunnusmári 24-28, er byrjaður að taka á sig skýrari mynd en uppsteypa þess er langt komin. Unnið er í óða önn að leggja lagnir og rafmagn um bygginguna ásamt því að hlaða og sparstla innveggi þannig að hægt verði að byrja að innrétta stöku íbúðir sem fyrst, en afhending fyrstu íbúðanna á að fara fram í september.

A02, eða Sunnusmári 18-22, er á svipuðu reiki og A01 hvað varðar uppsteypu en vinna að innvolsi byggingarinnar er ekki hafin eins og er.

Samningaviðræður um þriðja svæðið, A10, eru í fullu gangi en jarðvinna er nú þegar hafin á svæðinu.

Í dag eru í kringum 100 manns við vinnu á svæðinu, en sú tala á trúlega eftir að hækka þegar samið verður um fleiri reiti og vinna við þá getur hafist. Samkvæmt áætlun verður sú tala í kringum 250 þegar mest verður.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn