Almennar fréttir

27. janúar 2015

Við byggðum Hörpu

Bókin Við byggðum Hörpu er nú aðgengileg á vefnum og hér má skoða hana.

Markmiðið með þessari bók er að halda til haga byggingarsögu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hún er einnig minnisvarði um frábæra fagþekkingu iðngreinanna, stjórnenda verksins og hönnuðanna sem sköpuðu Hörpu. Þáttur iðnaðarmanna og verktaka vill oft gleymast en án þeirra væri hönnunin eins og nótur á blaði án hljómsveitar til að fylla salina af tónum.

Engu húsi hefur verið tekið eins fagnandi af notendum og gestum, unnendum tónlistar og ráðstefnugestum og Hörpu. Á fyrsta ári kom yfir milljón gesta í húsið. Við öll sem komum að byggingu þessa merka húss erum full stolts og það stolt endurómar í nafninu sem við völdum á bókina: Við byggðum Hörpu.

Bókin er tileinkuð öllum þeim þúsundum sem komu að byggingu Hörpu

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn