Almennar fréttir

27. janúar 2015

Við byggðum Hörpu

Bókin Við byggðum Hörpu er nú aðgengileg á vefnum og hér má skoða hana.

Markmiðið með þessari bók er að halda til haga byggingarsögu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hún er einnig minnisvarði um frábæra fagþekkingu iðngreinanna, stjórnenda verksins og hönnuðanna sem sköpuðu Hörpu. Þáttur iðnaðarmanna og verktaka vill oft gleymast en án þeirra væri hönnunin eins og nótur á blaði án hljómsveitar til að fylla salina af tónum.

Engu húsi hefur verið tekið eins fagnandi af notendum og gestum, unnendum tónlistar og ráðstefnugestum og Hörpu. Á fyrsta ári kom yfir milljón gesta í húsið. Við öll sem komum að byggingu þessa merka húss erum full stolts og það stolt endurómar í nafninu sem við völdum á bókina: Við byggðum Hörpu.

Bókin er tileinkuð öllum þeim þúsundum sem komu að byggingu Hörpu

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn