Almennar fréttir

11. maí 2013

Við byggðum Hörpu

Bókin "Við byggðum Hörpu" kom út í dag. Um er að ræða um  250 blaðsíðna bók sem ritnefnd ÍAV hefur unnið að, með hléum og öðrum verkum, í um tvö ár. Ritnefndina skipuðu þeir Guðmundur Hólmsteinsson forstöðumaður tölvudeildar sem annaðist myndvinnslu og umbrot bókarinnar, Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnisins og Ríkharður Kristjánsson hönnunarstjóri Austurhafnarverkefnisins.

Bókin er ríkulega myndskreytt enda nægt myndefni til staðar til að vinna með.

Bókin segir sögu hússins allt frá því að hugmyndin um byggingu tónlistarhúss kom fyrst fram og sögunni líkur nýlega þegar að húsið vann Mies van der Rohe verðlaunin.

Í gær var samstarfsaðilum ÍAV við verkefnið og undirverktökum boðið að taka á móti eintaki af bókinni. Hófið fór fram í nýjasta sal Hörpunnar, Björtuloftum sem starfsmenn ÍAV haf nýlokið við að innrétta.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn