Almennar fréttir

14. september 2009

Viðurkenning fyrir lóðafrágang

Skipulagsráð Reykjavíkur hefur veitt Hornsteinum arkitektum sérstaka viðurkenningu fyrir hönnun á lóðinni umhverfis Háskólatorg Háskóla Íslands. Framkvæmdir við lóðina hafa verið í höndum garðyrkjudeildar ÍAV.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:

"Lóð við Háskólatorgið fær viðurkenningu fyrir stílhreinan og góðan lóðarfrágang þar sem tekið er mið af tilgangi torgsins sem miðstöð Háskólafólksins. Lýsingin meðfram göngustíg er falleg og er nýjung hérlendis. Skemmtileg tenging er á milli kjallara og fyrstu hæðar byggingarinnar. Efnisnotkunin sem er gras og steinsteypa er bæði falleg og hefur notagildi."

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn