Almennar fréttir

27. september 2010

Vígsla Bolungarvíkurganga

Bolungarvíkurgöng voru vígð við hátíðlega athöfn laugardaginn 25. september. Athöfnin hófst á því að minnisvarði um þá sem látist hafa á ferð sinni um Óshlíðarveg, var afhjúpaður og látinna minnst. Heimamönnum gafst síðan tækifæri til að hlaupa eða hjóla í gegnum göngin.

Formleg opnun ganganna var síðan í höndum Ögmundar Jónassonar samgönguráðherra en honum til fulltingis voru Kristjáni L. Möller fyrrverandi samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Þeir klipptu á borða Bolungarvíkurmegin en að því loknu var umferð hleypt í gegnum göngin. Kaffisamsæti var að því loknu í íþróttahúsi Bolungarvíkur en þar fluttu meðal annars ávarp, forseti Íslands, samgönguráðherra og fleiri. Í ræðum var verktakanum Ósafli þökkuð sérstaklega, vönduð og fagleg vinnubrögð.

Mikið fjölmenni var saman komið beggja vegna ganganna og greinilegt var að heimamenn biðu í ofvæni eftir því að þessi mikla samgöngubót yrði opnuð.

Heildarlengd ganganna er 5400 metrar. Í tengslum við göngin voru einnig lagðir nýir vegir og brýr. Ósafl óskar Vestfirðingum til hamingju með þessa miklu samgöngubót.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn