Almennar fréttir

27. september 2010

Vígsla Bolungarvíkurganga

Bolungarvíkurgöng voru vígð við hátíðlega athöfn laugardaginn 25. september. Athöfnin hófst á því að minnisvarði um þá sem látist hafa á ferð sinni um Óshlíðarveg, var afhjúpaður og látinna minnst. Heimamönnum gafst síðan tækifæri til að hlaupa eða hjóla í gegnum göngin.

Formleg opnun ganganna var síðan í höndum Ögmundar Jónassonar samgönguráðherra en honum til fulltingis voru Kristjáni L. Möller fyrrverandi samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Þeir klipptu á borða Bolungarvíkurmegin en að því loknu var umferð hleypt í gegnum göngin. Kaffisamsæti var að því loknu í íþróttahúsi Bolungarvíkur en þar fluttu meðal annars ávarp, forseti Íslands, samgönguráðherra og fleiri. Í ræðum var verktakanum Ósafli þökkuð sérstaklega, vönduð og fagleg vinnubrögð.

Mikið fjölmenni var saman komið beggja vegna ganganna og greinilegt var að heimamenn biðu í ofvæni eftir því að þessi mikla samgöngubót yrði opnuð.

Heildarlengd ganganna er 5400 metrar. Í tengslum við göngin voru einnig lagðir nýir vegir og brýr. Ósafl óskar Vestfirðingum til hamingju með þessa miklu samgöngubót.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn