Almennar fréttir

15. október 2007

Vígsla síðari áfanga Lagarfossvirkjunar

Laugardaginn 6. október var síðari áfangi Lagarfossvirkjunar formlega tekinn í notkun. Vígsluathöfnin hófst klukkan 15:00 og við það tækifæri lagði Hilmar Gunnlaugsson stjórnarformaður RARIK hornstein að virkjunninni.

ÍAV hófu um miðjan apríl 2005 framkvæmdir við stækkun Lagarfossvirkjunar fyrir RARIK. Verkefnið fól í sér stækkun stöðvarhúss til norðurs, nýtt inntak norðan við það sem fyrir var og þrýstivatnsstokk á milli nýja inntaksins og stöðvarhúsviðbyggingar. Ennfremur rýmkun aðrennslisskurðar með tilheyrandi vatnsvarnarvirkjum og stíflugerð.

Fyrri áfangi Lagarfossvirkjunar var tekinn í notkun árið 1975, þá um 8 megavött að stærð. Með síðari áfanga árið 2007 er virkjunin orðin alls um 28 megavött.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn