Almennar fréttir

15. október 2007

Vígsla síðari áfanga Lagarfossvirkjunar

Laugardaginn 6. október var síðari áfangi Lagarfossvirkjunar formlega tekinn í notkun. Vígsluathöfnin hófst klukkan 15:00 og við það tækifæri lagði Hilmar Gunnlaugsson stjórnarformaður RARIK hornstein að virkjunninni.

ÍAV hófu um miðjan apríl 2005 framkvæmdir við stækkun Lagarfossvirkjunar fyrir RARIK. Verkefnið fól í sér stækkun stöðvarhúss til norðurs, nýtt inntak norðan við það sem fyrir var og þrýstivatnsstokk á milli nýja inntaksins og stöðvarhúsviðbyggingar. Ennfremur rýmkun aðrennslisskurðar með tilheyrandi vatnsvarnarvirkjum og stíflugerð.

Fyrri áfangi Lagarfossvirkjunar var tekinn í notkun árið 1975, þá um 8 megavött að stærð. Með síðari áfanga árið 2007 er virkjunin orðin alls um 28 megavött.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn