Almennar fréttir

20. febrúar 2012

Vinna hafin á Skarfabakka

Í síðustu viku var undirritaður verksamningur milli Faxaflóahafna og ÍAV hf. vegna 2. áfanga við Skarfabakka.

Í verkefninu felst að framlengja núverandi hafnarbakka á Skarfabakka um 200 metra.

Helstu verkþættir eru þilrekstur, dýpkun á höfninni, landfyllingar auk þess sem steypa þarf upp bryggjukantinn. Talsverð vinna fer því fram frá sjó og sér Björgun ehf. um þá verkþætti.

Verkið hófst í mars og eru áætluð verklok í nóvember 2013.


 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn