Almennar fréttir

06. október 2009

Vinna hafin við næsta áfanga glerhjúps Tónlistar- og ráðstefnuhússins

Nú hefur vinna hafist við að reisa fyrstu stálbitana af svokölluðum CQB4 (Cut Quasi brick 4) gerð sem þekja munu norðurhlið Tónlistar- og ráðstefnuhússins eða um 1400 fm2 svæði.  Nánast hver biti sem tilheyrir þessari gerð gluggavirkisins eða fasöðunnar eins og gluggavirkið er nefnt,  er sérsmíðaður.

Á milli bitanna sem sjást á myndunum verða settir upp annarskonar stálbitar sem saman eiga að líkja eftir þverskurði stuðlabergs. Til fróðleiks má geta þess að heildarþyngd stálsins sem fer í gluggavirkið á norðurhliðinni vegur 132 tonn. Gert er ráð fyrir að um 90 daga taki að setja stálið á norðurhliðina og um 40 daga til viðbótar verða notaðir í glerjun.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn