Almennar fréttir

11. mars 2009

Vinna við Flugstjórnarmiðstöð gengur vel

Hafin er vinna við Flugstjórnarmiðstöð á Reykjavíkurflugvelli.Byggingin er steinsteypt um 1.640 fermetrar að stærð og byggð 1992.Húsið skiptist í flugstjórnarsal fyrir miðju og lágbyggingu sem liggur umhverfis flugstjórnarsalinn.Þak yfir flugstjórnarsal er bogaþak sem stendur hærra en þak yfir lágbyggingu.

Verk ÍAV felst í að setja nýtt rakavarnarlag utan á veggi frá þaki og um meter niður fyrir þak á lágbyggingu og tengja þar rakavarnalagið við útvegg.Klætt verður svo yfir rakavarnarlagið með hljóðdempunarplötum.Auk þess að endurnýja rakavarnarlag í bogaþaki ofan frá.Rífa þarf klæðningu, lektur, asfaltsdúk, krossvið og einangrun.Lagður verður því næst nýr krossviður ofan á límtréssperrur og ása og byggt upp samlokuþak úr asfaltsdúk með einangrun á milli.

Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki um mitt sumar.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn