Almennar fréttir

11. mars 2009

Vinna við Flugstjórnarmiðstöð gengur vel

Hafin er vinna við Flugstjórnarmiðstöð á Reykjavíkurflugvelli.Byggingin er steinsteypt um 1.640 fermetrar að stærð og byggð 1992.Húsið skiptist í flugstjórnarsal fyrir miðju og lágbyggingu sem liggur umhverfis flugstjórnarsalinn.Þak yfir flugstjórnarsal er bogaþak sem stendur hærra en þak yfir lágbyggingu.

Verk ÍAV felst í að setja nýtt rakavarnarlag utan á veggi frá þaki og um meter niður fyrir þak á lágbyggingu og tengja þar rakavarnalagið við útvegg.Klætt verður svo yfir rakavarnarlagið með hljóðdempunarplötum.Auk þess að endurnýja rakavarnarlag í bogaþaki ofan frá.Rífa þarf klæðningu, lektur, asfaltsdúk, krossvið og einangrun.Lagður verður því næst nýr krossviður ofan á límtréssperrur og ása og byggt upp samlokuþak úr asfaltsdúk með einangrun á milli.

Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki um mitt sumar.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn