Almennar fréttir

08. júní 2007

Vinna við Háskólatorg gengur vel

Uppsteypu er lokið og verið er að reisa stálvirki. Unnið er við grófjöfnun lóðar og í júlí/ágúst verður byrjað á lokafrágangi hennar.

ÍAV hófu í apríl 2006 byggingu á Háskólatorgi. Háskólatorg er samheiti tveggja bygginga með tengibyggingu sem áttu upphaflega að verða alls um 8.500 fermetrar. Í vinnsluferlinu var ákveðið að stækka verkið og verður heildar flatarmál bygginganna nú um 10.000 fermetrar.

Hjalti Gylfason verkefnisstjóri og Árni Magnússon aðstoðarverkefnisstjóri segja framkvæmdir ganga vel, verkið er á áætlun og reiknað er með að hægt verði að loka þeim áfanga sem kallaður er Háskólatorg 1 í ágúst 2007 og þriðju hæðinni á Háskólatorgi 2 um miðjan október sama ár.

Verklok á fyrri áfanga er í nóvember 2007 en þeim seinni í febrúar 2008.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn