Almennar fréttir

08. júní 2007

Vinna við Háskólatorg gengur vel

Uppsteypu er lokið og verið er að reisa stálvirki. Unnið er við grófjöfnun lóðar og í júlí/ágúst verður byrjað á lokafrágangi hennar.

ÍAV hófu í apríl 2006 byggingu á Háskólatorgi. Háskólatorg er samheiti tveggja bygginga með tengibyggingu sem áttu upphaflega að verða alls um 8.500 fermetrar. Í vinnsluferlinu var ákveðið að stækka verkið og verður heildar flatarmál bygginganna nú um 10.000 fermetrar.

Hjalti Gylfason verkefnisstjóri og Árni Magnússon aðstoðarverkefnisstjóri segja framkvæmdir ganga vel, verkið er á áætlun og reiknað er með að hægt verði að loka þeim áfanga sem kallaður er Háskólatorg 1 í ágúst 2007 og þriðju hæðinni á Háskólatorgi 2 um miðjan október sama ár.

Verklok á fyrri áfanga er í nóvember 2007 en þeim seinni í febrúar 2008.

 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn