Almennar fréttir

02. júlí 2018

Vinnubúðir ÍAV Marti Búrfell til sölu

ÍAV Marti Búrfell er að selja vinnubúðir sem staðsettar eru við Búrfellsvirkjun í Gnúpverjahreppi.

Vinnubúðirnar innihalda eftirfarandi:

- 132 herbergi öll með baðherbergi
- 3 setustofur
- fullbúið eldhús með búri, kæliklefa og frystiklefa
- borðsal fyrir 80 manns
- 3 gallageymslur
- 3 þvottaherbergi
- Líkamsræktarherbergi og gufubað
- Auk tengiganga., undirstaðna og eldveggja

Allt innbú og rúmfatnaður í herbergjum, húsgögn og sjónvörp í setustofum fylgja. Fullkominn eldhúsbúnaður í eldhúsi ásamt matsal fylgir einnig.

Hluti svefnherbergja er nú þegar tilbúin til afhendingar, en stefnt er að því að vinnubúðirnar verði að fullu til afhendingar í september í ár. 

Sjá nánar í bæklingi hér.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn