Almennar fréttir

15. júlí 2009

Vladimir Ashkenazy heimsækir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Vladimir Ashkenazy heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands heimsótti Tónlistar- og rástefnuhúsið er hann kom hingað til lands.Ashkenazy er mjög ánægður með að ákveðið hafi verið að halda byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins áfram þrátt fyrir efnahagsþrengingarnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ashkenazy skoðar byggingarsvæðið og var hann glaður með framvindu verksins. Hann kvaðst ennfremur vonast til að fá að stýra fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í húsinu.

Í Íslandsferð sinni nú stjórnaði Ashkenazy Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum þar sem sonur hans Vovka Stefán Ashkenazy lék einleik á píanó.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn