Almennar fréttir

11. júní 2015

WOW Cyclothon 2015

ÍAV hjólar nú í fyrsta sinn í WOW hjólreiðakeppninni sem haldin er 23-26. júní næstkomandi. ÍAV tekur þá í hópi B liða sem samanstendur af tíu liðsmönnum. Liðið samanstendur af breiðum aldurshópi fólks innan fyrirtækisins og sumir eru að taka sín fyrstu skref í þessari skemmtilegu íþrótt. Hér má sjá hverjir eru í liðinu. Liðið er á fullu þessa dagana að undirbúa sig fyrir ferðina. Hjólað verður hringurinn í kringum landið í boðsveitaformi án stopps, gera má ráð fyrir að það taki 50-55 klst. að klára hringveginn.

Við viljum nota tækifærið og benda á að WOW er með styrktarsöfnun til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Allir geta styrkt þessa söfnum með eftirfarandi hætti.

Smáskilaboð í sms, framlag með greiðslukorti eða Framlag með millifærslu sjá Hér

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn