Almennar fréttir

11. júní 2015

WOW Cyclothon 2015

ÍAV hjólar nú í fyrsta sinn í WOW hjólreiðakeppninni sem haldin er 23-26. júní næstkomandi. ÍAV tekur þá í hópi B liða sem samanstendur af tíu liðsmönnum. Liðið samanstendur af breiðum aldurshópi fólks innan fyrirtækisins og sumir eru að taka sín fyrstu skref í þessari skemmtilegu íþrótt. Hér má sjá hverjir eru í liðinu. Liðið er á fullu þessa dagana að undirbúa sig fyrir ferðina. Hjólað verður hringurinn í kringum landið í boðsveitaformi án stopps, gera má ráð fyrir að það taki 50-55 klst. að klára hringveginn.

Við viljum nota tækifærið og benda á að WOW er með styrktarsöfnun til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Allir geta styrkt þessa söfnum með eftirfarandi hætti.

Smáskilaboð í sms, framlag með greiðslukorti eða Framlag með millifærslu sjá Hér

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn