Almennar fréttir

10. júní 2004

ÍAV á stórsýningunni, Austurland 2004

Fimmtudaginn 10. júní klukkan 17:00 opnuðu Íslenskir aðalverktakar bás á stórsýningunni Austurland 2004. Um 128 einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína í tæplega 100 sýningarbásum. Sýningarsvæðið er samtals um 2000 fermetrar.
Búist er við um 8 þúsund gestum á sýninguna um helgina. Í tengslum við Austurland 2004 verður fjöldi viðburða í boði hjá samkomuhúsum og veitingastöðum vítt og breitt um fjórðunginn og því margt við að vera utan opnunartíma sýningarinnar. Sérstök aðstaða er fyrir börn og skemmtileg leiktæki verða sett upp á sýningarsvæðinu og því er þetta stórviðburður fyrir alla fjölskylduna.

Sýningin stendur til 19.00 sunnudaginn 13.06.2004 og er öllum opin.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn