Almennar fréttir

01. apríl 2005

ÍAV afhendir nýtt hótel

Hótel Reykjavík Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu opnaði formlega þann 1. apríl.  Hótelið er 3.700 fermetrar að stærð á þremur til fjórum hæðum með samtals 89 íbúðum.  Hótelið er að luta enduruppgerð á sögufrægum húsum; Uppsölum, Aðalstræti 16 og Fjalakettinum.  Í kjallara hótelsins er í byggingu 1.100 fermetra sýningarskáli með elstu mannsvistarleifum í landinu.  Áætlað er að opna sýningarskálann vorið 2006. Starfsmenn ÍAV hófu byggingu hótelsins í janúar 2004.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn