Almennar fréttir

24. janúar 2008

ÍAV buðu lægst í Óshlíðargöng

Íslenskir aðalverktakar og Marti Contractors áttu lægsta tilboðið í gerð Óshlíðarganga. Tilboðið hljóðaði upp á 3.479 milljónir króna og var 87,88% af áætluðum kostnaði sem hljóðaði upp á 3.959 milljónir króna.

Vegagerðin auglýsti síðsumars eftir þátttakendum í forvali vegna jarðganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega. Um er að ræða 8,7 metra breið, 5,1 km löng jarðgöng, byggingu um 310 metra langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja um 15 metra langra steinsteyptra brúa.  Tilboð í göngin voru opnuð hjá Vegagerðinni þann 22. janúar 2008. Vegagerðin hefur 120 daga til að yfirfara þau tilboð sem bárust.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn