Almennar fréttir

31. janúar 2020

ÍAV er aðalverktaki við byggingu baðlóns á Kársnesi í Kópavogi

Nature Resort ehf. og ÍAV hf. undirrituðu 30. janúar 2020 verksamning sem felur í sér að ÍAV verður aðalverktaki við uppbyggingu á baðlóni fyrir Nature Resort ehf. við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi.  Samningsform er stýriverktaka.  Hlutverk ÍAV er að stýra uppbyggingu á baðlóni við sjóinn, kaldri laug og gufuböðum.  Nýbyggingin, sem verður á tveimur hæðum, mun meðal annars hýsa móttöku, búningsklefa, veitingasölu og verslun, auk ýmis stoð- og tæknirými.  Jarðvinnuframkvæmdir og lagnavinna í jörðu hófust haustið 2019 á vegum verkkaupa.  Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritunina, á henni eru í fremri röð, f.v. Eyþór Guðjónsson og Gestur Þórisson aðaleigendur Nature Resort ehf. , Sigurður Ragnarsson forstjóri ÍAV.  Í aftari röð eru starfsmenn ÍAV, talið f.v. Haukur Magnússon, Oddur Helgi Oddsson, Ólafur Már Lárusson, Andrea Ösp Viðarsdóttir og Kristján Arinbjarnar.  Á myndina vantar Sigurjón Jónsson verkefnisstjóra.  Nánari upplýsingar veitir Gestur Þórisson í síma 862-0304.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn