Almennar fréttir

26. júní 2020

ÍAV hefur framkvæmdir við annan áfanga Suðurlandsvegar

ÍAV hefur hafið framkvæmdir við annan hluta nýbyggingar Hringvegar og aðliggjandi hliðarvega milli Biskupstungnabrautar og Hveragerðis.  Skrifað var undir verksamning í apríl s.l. og er áætlaður verktími þrjú og hálft ár.  Um er að ræða bæði nýbyggingu og endurgerð núverandi Hringvegar, gerð vegamóta og hringtorgs á Hringvegi, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða.  Til verksins telst einnig bygging brúarmannvirkja, undirganga og reiðganga.  Í ár er unnið að fergingu Hringvegar frá Biskupstungnabraut þ.m.t hringtorg og tengingar við Hvammsveg eystri.  Einnig er unnið við lagningu hitaveitulagna Veitna, vatnslagna vatnsveitu Ölfuss auk fjarskiptalagna Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu.  Á árunum 2021–2023 verður unnið að vegagerð, brúarsmíði og gerð reiðganga.

Hér er myndband sem útskýrir framkvæmdina:

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn