Almennar fréttir

19. maí 2008

ÍAV í hópi fyrirmyndafyrirtækja VR

Nú liggja niðurstöður fyrir í stærstu vinnumarkaðskönnun á Íslandi.ÍAV voru í 10. sæti í hópi stærri fyrirtækja, þar sem starfa 50 eða fleiri starfsmenn. ÍAV voru síðast á lista hjá VR árið 2002 og voru þá í 88. sæti og hafa því hækkað verulega.Til að komast á listann þarf svarhlutfalið að vera 35%.

VR hefur staðið fyrir könnun á viðhorfum félagsmanna til vinnustaða sinna í fjölmörg ár. Í ár var spurningalisti sendur til um nítján þúsund félagsmanna en að auki til rúmlega fjögur þúsund annarra starfsmanna um 100 fyrirtækja sem buðu öllum starfsmönnum sínum að taka þátt, óháð því hvort þeir voru í VR eða ekki. Capacent Gallup hafði umsjón með framkvæmd Fyrirtæki ársins 2008.

Í könnuninni voru starfsmenn beðnir um að leggja mat á vinnustað sinn. Þegar niðurstöðurnar eru þáttagreindar koma fram sjö lykilþættir sem heildareinkunnin byggist á. Þættirnir eru: trúverðugleiki stjórnenda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi, stolti og ímynd fyrirtækis og starfsandi. Hverjum þætti var gefin einkunn á bilinu frá einn til fimm og saman mynda þær heildareinkunn fyrirtækisins.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn