Almennar fréttir

23. júlí 2009

ÍAV með ISO 9001:2008 vottun

Íslenskir aðalverktakar hf. hafa fengið vottun samkvæmt stjórnunarstaðlinum ISO 9001:2008.

ÍAV hafa í u.þ.b. 18 ár unnið samkvæmt gæðakerfi sem sett var upp og þróað af starfsmönnum fyrirtækisins. Það var hins vegar fyrir réttum tveimur árum sem stjórn ÍAV tók ákvörðun um að byggja upp gæðakerfi sem uppfyllti kröfur staðalsins ISO 9001:2008 og sækjast eftir vottun samkvæmt honum. Í júní sl. var farið í gegnum síðasta þrep vottunarferilsins með úttekt sem stóð yfir í fimm daga. ÍAV er fyrsta verktakafyrirtæki á Íslandi sem fær vottun samkvæmt þessum staðli.

BSI á Íslandi annaðist úttektina en hér má sjá vottunarskjalið.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn