Almennar fréttir

30. apríl 2013

ÍAV og Marti undirrita tímamótasamning í Noregi

Í dag var undirritaður tímamóta samningur, á milli ÍAV og Marti annarsvegar og norsku Vegargerðarinnar (Statens Vegvesen) hinsvegar, um framkvæmd Solbakk jarðganganna.

Solbakk jarðgöngin munu liggja undir sjó rétt við Stavanger, eins og áður hefur verið greint frá. Fullbúin verða þau lengstu neðansjávar jarðgöng fyrir bílaumferð í heimi.

Framkvæmdin sjálf mun hefjast síðsumars og er verktíminn áætlaður fram á mitt ár 2018. Við hjá ÍAV erum full tilhlökkunar að takast á við þetta umfangsmikla verkefni.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn