Almennar fréttir

22. febrúar 2007

ÍAV og VÍS í samstarf um öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál

Mánudaginn 12. febrúar s.l. undirrituðu stjórnendur ÍAV og VÍS viljayfirlýsingu um samstarf í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum (ÖHU). Tilgangur þessa samstarfs er fækkun slysa og tjóna hjá ÍAV. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir í fjóra mánuði.

Stofnuð var samstarfsnefnd fyrirtækjanna þar sem ákveðið var hvernig standa ætti að verkefninu og hvað leggja ætti áherslu á. Það var sameiginleg ákvörðun nefndarinnar að starfið ætti aðallega að ganga út á að útbúa og koma í framkvæmd áætlun um innleiðingu ÖHU hjá ÍAV. Einnig var ákveðið að vinna að bættri tilkynningu tjóna.

Gefin verður út handbók fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins, fundir verða haldnir með byggingastjórum svo og öllum starfsmönnum fyrirtækisins. „Það er markmið ÍAV með ÖHU áætluninni að þetta verði meira en fallegur pappír uppi í hillu, heldur að starfsmenn ÍAV vinni dags daglega í samræmi við hana” sagði Karl Þráinsson aðstoðarforstjóri ÍAV við undirritun samkomulagsins.

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn