Almennar fréttir

09. apríl 2008

ÍAV sjá um framkvæmdir fyrir Mörkina


ÍAV hafa tekið að sér að ljúka framkvæmdum við þrjú fjölbýlishús að Suðurlandsbraut 58-60 .  Húsin eru fjögurra hæða auk kjallara og tengjast húsin saman með bílakjallara.  Í hverju húsi eru 26 íbúðir og eru íbúðirnar því 78 talsins og er heildarstærð þeirra tæplega 14.000 fermetrar.  ÍAV munu taka við framkvæmdinni þegar húsin eru uppsteypt og sjá um fullnaðarfrágang en gert er ráð fyrir að uppsteypu ljúki í aprílmánuði.  Íbúðirnar verða seldar eldriborgunum en Mörkin eignarhaldsfélag mun sjá um söluna.

Verkefnisstjóri er Jóhannes Kristjánsson.  Á myndinni má sjá Karl Þráinsson aðstoðarforstjóra ÍAV og Stefán Þórarinsson stjórnarformann Markarinnar eignarhaldsfélags handsala samninginn.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn