Almennar fréttir

09. apríl 2008

ÍAV styrkja skólastarf á Seychelleseyjum

Íslenskir aðalverktakar eru aðalstuðningsaðilar verkefnisins „Tölvuvæðing grunnskóla Seychelleseyja í Indlandshafi“ sem nú hefur staðið yfir í um tvö ár, en mjög margir hafa stutt verkefnið og komið að því með einum eða öðrum hætti. Búið er að tölvuvæða 19 af 23 grunnskólum eyjanna og mun verkefnið klárast um áramót og verða þá allir grunnskólar eyjanna komnir með tölvur.

Sem viðbót við verkefnið gáfu Íslenskir aðalverktakar iðnskóla eyjanna (Seychelles Institute of Technology (SIT) Hewlett Packard teiknistöð sem samanstendur af HP DesignJet 450C plotter ásamt vinnustöð af gerðinni HP Compaq DC7100 með þeim hugbúnaði sem þarf til að nemendur geti sent sínar teikningar í prentun.

Erik Ágústsson fulltrúi ÍAV afhenti skólastjóra iðnskólans, Mr Rassool búnaðinn að viðstöddum ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins Frú Simone, kennurum og nemendum.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn