Almennar fréttir

16. febrúar 2021

ÍAV Vetr­ar­mýri tek­ur á sig mynd

Framkvæmdir ÍAV eru í fullum gangi í Vetrarmýrinni þar sem reist verður fjölnotaíþróttahús fyrir Garðabæ.

Í hús­inu verður rými fyr­ir knatt­spyrnu­völl í fullri stærð, auk upp­hit­un­araðstöðu og til­heyr­andi stoðrýma. Stærð íþrótta­sal­ar­ins verður um 80 x 120 metr­ar og flat­ar­mál húss­ins alls verður um 18.200 fer­metr­ar.

Uppsetning á stálrömmum fyrir húsið er að ljúka þessa dagana og stefnt er að því að klára uppsteypu um miðjan mars nk.

Nú þegar er búið að steypa rúmlega 4.800m3. 

Grundun hússins er á staurum og telja þeir 437 staura sem voru að meðaltali 9metra langir, lengsti var 15 metrar.

Verklok eru áætluð í árslok 2021.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn