Almennar fréttir

27. maí 2009

Íslandsmet í steypu

Vinna við fyrsta áfanga í að steypa stærsta hluta botnplötunnar í bílastæðahúsinu við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn tók 34 klukkutíma. Botnplatan er um 6.500 fermetrar að stærð og að meðaltali um 50 cm þykk. Í verkið þurfti 483 steypubíla með 3.860 m³ af steypu í niðurlögnina.Þetta mun vera Íslandsmet í einni steypu og bætist við önnur Íslandsmet sem ÍAV hefur sett í framkvæmdum.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn