Almennar fréttir

15. nóvember 2004

Íþróttaakademía

ÍAV hófu um miðjan nóvember 2004 byggingu fyrsta áfanga Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ. Í Íþróttaakademíunni mun fara fram kennsla í íþróttafræðum á háskólastigi. Byggingu fyrsta áfanga hússins verður lokið næsta haust og mun skólastarf hefjast í september 2005.

Húsið verður alls 2.700 fermetrar, að hluta á tveimur hæðum. Á jarðhæð verður m.a. fyrirlestrarsalur, kennslustofur og stór íþróttasalur. Á efri hæð verður m.a. kennslu- og rannsóknaaðstaða ásamt bókasafni og kennaraaðstöðu.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn